Timburhús á Íslandi - þá og nú
Hér á landi hefur lengi tíðkast að byggja timburhús. Til dæmis voru torfhús byggð með timburgrind og þá eru til heimildir um veglegar timburkirkjur frá miðöldum. Í dag þekkja flestir timburhús í eldri bæjar- og borgarhlutum. Þessi hús eru oft klædd með bárujárni, bæði á þaki og veggjum. Þessi húsagerð barst frá nágrannaþjóðum en til að mynda byggðu danskir kaupmenn slík hús í verslunarstöðum og norskir síldarútvegsmenn reistu einnig timburhús í bæjum víða um land.
Með ákveðinni einföldun má segja að timburhús hafi dottið úr tísku hér á landi eftir að steinsteypa fór að ryðja sér til rúms sem helsta byggingarefni landsmanna. Trú á steinsteypu sem hentugasta byggingarefnið hefur verið ríkjandi en færa má gild rök fyrir því að afar farsælt sé að nota byggingarefni sem henta staðháttum á hverjum tíma. Þrátt fyrir vinsældir steinsteypu hafa timburhús ýmsa kosti umfram steinsteypt hús og má þar meðal annars nefna að steinsteypa hefur mun hærra kolefnisspor en timbur.
Hingað til hafa fá einbýlishús á höfuðborgarsvæðinu hafa verið byggð úr timbri. Þó er rétt að taka það fram að víða á landsbyggðinni er algengt að einbýlishús séu timburhús. Þetta er nú að breytast þar sem sífellt færist í aukana að ný einbýlishús og raðhús sem byggð eru á höfuðborgarsvæðinu séu úr timbri. Meira að segja er farið að byggja fjölbýlishús úr timbri en slíkt hefði þótt óhugsandi fyrir nokkrum árum. Timburhús í dag eru ekki eins og timburhús í eldri bæjarhlutum eða hefðbundin sumarhús. Timburhús nútímans eru hönnuð í samræmi við þarfir nútímafólks og bjóða upp á óteljandi möguleika í efnisvali og útliti. Þá hafa timburhús að öllu jöfnu lægra kolefnisfótspor en hefðbundin steinsteypt hús og því er álitlegur kostur þegar hugað er að umhverfismálum.
Timburhús henta fyrir ólíka notkun og starfsemi. Timburhús geta verið einbýlishús, raðhús, sumarhús, fjölbýlishús, skólar, leikskólar, skrifstofuhúsnæði o.fl.
Við hjá Laugi ehf. sérhæfum okkur í vönduðum byggingarefnum fyrir timburhús. Allar vörur sem við seljum uppfylla gæðakröfur og eru CE merktar. Fyrir nánari upplýsingar hafðu samband á sala@laugur.is
Heimildir
Trehus. Handbok (5. útgáfa, 6. prenntun)
Sintef akademisk forlag
Sintef Byggforsk
Gömul timburhús
Útveggir, grind og klæðning
Húsafriðunarnefnd ríkisins (4 útgáfa, Ágúst 2007)