Kaupskilmálar
Laugur ehf., kt. 610104-3040, Skógarási 8, 221 Hafnarfirði, á og rekur þessa söluvefsíðu.
Laugur ehf. áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust.
Laugur ehf. ber einungis ábyrgð á vefsíðum á framfæri félagsins. Smelli notandi á hlekki sem eru á síðunni er færa hann út af síðunni þá ber Laugur ehf. enga ábyrgð á efni þeirrar síðu, enda getur félagið ekki borið ábyrgð á vefsíðum annarra.
Notkun á efni vefsíðunnar, til annars en persónulegra nota, er með öllu óheimil nema með leyfi fyrirtækisins. Dæmi um slíkt væri notkun til þess að hagnast á efninu.
Laugur ehf. áskilur sér allan rétt til þess að uppfæra þessa skilmála án fyrirvara.
Persónuvernd
Með því að versla af söluvefsíðu laugur.is þá samþykkir viðskiptavinur að fyrirtækið geymi þær upplýsingar sem koma fram við söluna. Upplýsingar um notendur verða ekki seldar til þriðja aðila. Komi upp sú staða að dóms- og/eða framkvæmdavald óskar upplýsinga um viðskiptavin þá áskilur fyrirtækið sér rétt til að láta viðkomandi yfirvöldum í té nauðsynlegar upplýsingar. Litið er svo á að með því að eiga viðskipti í gegnum þessa söluvefsíðu sé viðskiptavinur að fallast á framangreint.
1. Neðan greindir skilmálar eiga við almenna neytendur:
1.1 Afhendingarskilmálar
Öll verð í vefverslun eru með virðisaukaskatti eins og hann er áskilinn í lögum á hverjum tíma. Kaupandi greiðir fyrir heimsendingu og bætist sá kostnaður við áður en greiðsla fer fram.
Kaupandi velur hvort pöntun berist honum milli kl. 8:00 - 16:00 eða milli kl. 17:00 - 21:00. Almennur afgreiðslutími pantana er 1 – 3 virkir dagar innan höfuðborgarsvæðisins og 1 – 4 utan þess. Þetta á við um allar vörur nema á timbri utan höfuðborgarsvæðisins. Afhending á timbri utan höfuðborgarsvæðisins er 1 til 7 virkir dagar.
Í öllum tilvikum er reynt að afhenda pantanir eins fljótt og auðið er. Laugur ehf. áskilur sér rétt til að breyta og seinka afhendingartíma komi til óviðráðanlegra atvika sem hamla afhendingu. Í slíkum undantekningartilvikum upplýsa starfsmenn viðskiptavin um málið.
Vörur sem ekki eru til á lager og sérpantanir hafa lengri afgreiðslufrest. Frekari upplýsingar hjá sala@laugur.is
1.2 Skilafrestur
Viðskiptavinur getur skilað vöru innan 14 daga eftir að hann fær hana afhenta. Nauðsynlegt er að viðskiptavinur tilkynni fyrirtækinu innan 14 daga ef hann ætlar að nýta sér skilafrest. Eftir að hafa tilkynnt um að hann muni nýta skilafrestinn ber viðskiptavin að skila vörunni eins fljótt og auðið er. Tilkynna skal skriflega í tölvupósti, á póstfangið sala@laugur.is, ætli viðskiptavinur að skila vöru. Viðskiptavinur ber kostnað við að senda vöruna til baka til fyrirtækisins.
Skilyrði þess að hægt sé að fá að nýta skilafrestinn er að framvísað sé sölureikningi sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Varan þarf að vera ónotuð, í fullkomnu lagi og í sínum upprunalegu óskemmdu umbúðum þegar henni er skilað. Ef vara er innsigluð fæst henni ekki skilað eftir að innsigli hefur verið rofið. Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar. Þá er miðað við verð vörunnar þann dag sem henni er skilað.
1.3 Gölluð vara
Sé vara gölluð er viðskiptavini boðin ný vara í staðinn. Laugur ehf. greiðir þann sendingarkostnað sem af hýst.
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness.
2. Neðan greindir skilmálar eiga einungis við um fyrirtæki eða einstaklinga sem versla í atvinnuskyni:
2.1 Afhendingarskilmálar
Öll verð í vefverslun eru með inniföldum virðisaukaskatti eins og hann er áskilinn í lögum á hverjum tíma en sendingakostnaður bætist síðan við áður en greiðsla fer fram.
Heimsending: Kaupandi skal velja hvort sendingin berist honum á milli 8:00 og 16:00 eða á milli 17:00 og 21:00. Miðað er við að afhendingartími sendinga sé 1 til 3 virkir dagar innan höfuðborgarsvæðisins og 1 til 4 utan þess. Þetta á við um allar vörur nema á heimsendingu á timbri utan höfuðborgarsvæðisins, þar er miðað við að vara sé afhent á 1 til 7 virkum dögum. Laugur ehf. reynir að afhenda vörur eins fljótt og auðið er. Hafa ber í huga að nefndur afhendingartími er sá tímarammi sem fyrirtækið miðar við en í einstaka tilvikum getur afhending dregist umfram nefndan afhendingartíma.
Hafa ber í huga ef kaupandi pantar vörur sem ekki eru til á lager þá er afhendingartíminn lengri en er gefið upp hér að ofan. Sé varan ekki til á lager mun þjónustufulltrúi hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar.
2.2 Ábyrgð vöru
Ábyrgð vörur færst til kaupanda þegar flutningsaðili er kominn til hans með vörurnar, þ.e. áður en vörur eru hlaðnar úr bílnum.
2.3 Skilafrestur
Eftir að vara hefur verið keypt er ekki hægt að falla frá samningi nema um galla sé að ræða.
2.4 Gölluð vara
Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og greiðir Laugur ehf. allan sendingakostnað sem um ræðir. Laugur ehf. þarf að samþykkja þann sendingarmáta sem um er valið eða benda á annan sem er hagstæðari.
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness.