Um fyrirtækið

Laugur selur gæðaefni í timburhús. Birgjar okkar eru í Svíþjóð, Þýskalandi, Bretlandi, Austurríki, Ítalíu og Póllandi. Við bjóðum aðeins upp á vörur sem uppfylla ítrustu gæðakröfur og henta íslenskum aðstæðum. Þess vegna höfum við prófað vörurnar sjálfir. Allar vörur sem við seljum eru CE merktar og hægt er að nálgast tækniskjöl á síðunni. Markmið okkar er að bjóða gæðavörur á hagstæðum kjörum og þess vegna höldum við yfirbyggingu fyrirtækisins í lágmarki.

Við leggjum okkur fram um að bjóða viðskiptavinum hagstætt verð. Við gerum tilboð í stærri efnispakka og sérpöntum efni beint frá birgjum sem henta framkvæmdum hverju sinni. Að auki veita verkfræðingar okkar ráðgjöf um hönnun og hagstætt efnisval. Fáðu tilboð í efnispakka með því að senda tölvupóst á sala@laugur.is.

Vörur

Helstu söluvörur okkar eru timbur, límtré, vinklar og festingar fyrir timburhús, tréskrúfur, steinskrúfur, pallaskrúfur, kambskrúfur, stilliskrúfur, múrboltar, snittteinar, byssusaumur, sólpallaefni, rakavarnarlag og tengdar vörur, eldvarnarplötur, loftræstikerfi með varmaendurvinnslu og álklæðningar.

Sérlausnir og efnispakkar

Við gerum tilboð í stærri efnispakka fyrir timburhús og leggjum okkur fram um að ná hagstæðum kjörum fyrir viðskiptavini okkar. Við sérpöntum efni frá birgjum eftir óskum viðskiptavina.

Verkfræðingar okkar veita ráðgjöf varðandi hönnun og hagkvæmt efnisval.

Hægt er að fá timbur og efni tilsniðið og í réttum lengdum. Þá verður betri nýting á efninu og lítið sem ekkert afsag og rusl.

Fáðu tilboð í efnispakka með því að senda tölvupóst á sala@laugur.is.

 

Þjónustan
Þú gengur frá pöntun í vefverslun okkar. Varan er send heim að dyrum. Timbursendingar utan höfuðborgarsvæðisins eru sendar í starfstöðvar samstarfsaðila okkar sjá nánar hlekkur. Hafir þú séróskir varðandi afhendingu eða vilt leggja fram sérpöntun, eða fá verð í stærri efnispakka, hafðu þá samband við sala@laugur.is.

Öll verð á heimasíðunni eru með VSK.

 

Sumarhús

Laugur selur vandað byggingarefni sem hentar vel í sumarhúsið. Við bjóðum viðskiptavinum okkar hagstæð kjör á stærri efnispökkum og sendum heim að dyrum. Við sendum stærri efnispakka með kranabíl í allar helstu sumarhúsabyggðir á Suður- og Vesturlandi.

 

Eigandi fyrirtækisins

Eyvindur Guðmundsson
Eyvindur Guðmundsson
Verkfræðingur