Fróðleiksmolar RSS
Hvernig á að byggja timburhús
Það er ekkert eitt algilt svar við þeirri spurningu hvernig eigi að byggja timburhús. Margar leiðir eru í boði og veltur á hvernig húsið er hannað og öðrum forsendum. Þó er mikilvægt að hafa í huga að öll ný hús, þar á meðal timburhús, þurfa að uppfylla lög og reglugerðir ásamt því að notast við löggilta hönnuði og iðnmeistara. Að öllu jöfnu skal tryggja gæði og endingu hússins og að framkvæmdin sé rétt og örugg. Sumarhús úr timbri Áður fyrr voru sumarhús ekki hugsuð til notkunar nema aðeins á sumrin og voru því ekki upphituð stóran hluta af árinu....
Áður en hafist er handa
Áður en ráðist er í húsbyggingu þarf að huga vel að undirbúningi og gera ýmsar ráðstafanir. Að sjálfsögðu þarf að fá lóð og löggilta hönnuði að verkinu. Þá er gott að húsbyggjendur geri sér grein fyrir þörfum sínum, notkun og væntingum varðandi húsið. Í því sambandi má benda á að fjölskyldustærð, aldur barna, lífstíll og frístundir eru þættir sem geta skipt máli og þarf að huga að við hönnun hússins. Að auki hefur færst í vöxt að fólk hugi að umhverfisvænleika hússins og framkvæmdarinnar allrar, þar á meðal hvort byggingarefnið sem notast er við hafi tiltekna umhverfisvottun, t.d. Svansvottun. Nauðsynlegt...
Timburhús - uppbygging og burðarvirki
Timburhús sem byggð eru í dag eru af allt öðrum gæðum en timburhús sem reist voru fyrir 100 árum. Varla er hægt að líkja efni og byggingaraðferðum saman. Í dag er dæmigert timburhús byggt upp með 2“ x 6“ (48 x 148 mm) grind í útveggjum, kraftsperrum og niðurteknu lofti eða hefðbundnum sperrum 2“ x 9“ og límtrésbita í mæni eða stálbita. Allur burðarviður er styrkleikaflokkaður og vélflokkaður skv. tilheyrandi stöðlum, C24 eða C30. Límtré er í styrkleikaflokki GL28c eða GL30c. Þar sem burðarviður er utandyra, t.d. í þakskyggnum eða sólpöllum, er skynsamlegt að nota þrýstifúavarinn burðarvið eða þrýstifúavarið límtré....
Timburhús á Íslandi - þá og nú
Hér á landi hefur lengi tíðkast að byggja timburhús. Til dæmis voru torfhús byggð með timburgrind og þá eru til heimildir um veglegar timburkirkjur frá miðöldum. Í dag þekkja flestir timburhús í eldri bæjar- og borgarhlutum. Þessi hús eru oft klædd með bárujárni, bæði á þaki og veggjum. Þessi húsagerð barst frá nágrannaþjóðum en til að mynda byggðu danskir kaupmenn slík hús í verslunarstöðum og norskir síldarútvegsmenn reistu einnig timburhús í bæjum víða um land. Með ákveðinni einföldun má segja að timburhús hafi dottið úr tísku hér á landi eftir að steinsteypa fór að ryðja sér til rúms sem helsta...