Viðarnaglar

LignoLoc viðarnaglar eru úr beyki. Togstyrkur LignoLoc viðarnagla er sambærilegur togstyrk álnagla. Hægt er að skjóta nöglunum með þar til gerðri naglabyssu í timbur án þess að bora fyrir þeim.

Þegar unnið er með fallegan við er tilvalið að nota viðarnagla til festingar. LignoLoc viðarnaglar skilja hvorki eftir sig mar né sár í timbri líkt og gerist þegar stálnöglum er skotið í timbur.

LignoLoc viðarnaglar hafa sama einangrunargildi og annað timbur. Þess vegna leiða þeir ekki kulda líkt og hefðbundnir stálnaglar.

Viðarnaglar henta vel í ýmis verkefni

Endurunninn viður

Þegar viðarnöglunum er skotið í endurunninn við þá laga þeir sig afar vel inn að viðnum. Því þarf ekki að fela viðarnaglana þegar þeim hefur verið skotið inn. Hentug lausn þegar unnið er með endurunninn við.

Viðarklæðning innanhúss

Þegar viðarklæðning er sett upp innanhúss er fallegra að ekki sjáist í nagla. Því er kjörið að nota viðarnagla til þess að festa innanhússklæðningu.

Viðarhúsgögn

Viðarnaglar henta vel í húsgagnasmíði enda falla þeir vel inn í viðinn, hvort sem verið er að smíða húsgagn frá grunni eða endurbæta eldri húsgögn.

 

Nánari upplýsingar um vöruna er að finna hér.